Eftir tannúrdrátt eða skurðaðgerðir
Við tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni myndast sár sem ekki er hægt að hirða um á sama hátt og venjulegt sár á húð, þ.e. með sáraumbúðum. Ráðlegt er því að halda kyrru fyrir og hvílast, til að sárgræðslan fari fram á sem eðlilegastan hátt.
Forðast skal að sleikja eða sjúga úr sárinu.
- Ekki skola munninn mikið fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerð.
Neytið fljótandi fæðu þennan dag og jafnvel þann næsta.
Ekki drekka heitt né ískalt það sem eftir er dagsins. - Gott er að setja kaldan bakstur við vangann fyrst á eftir. Það virkar best fyrstu 2 klst eftir aðgerð.
- Reykingar seinka græðslu. Draga skal verulega úr reykingum fyrstu dagana.
- Munnvatn getur verið blóðlitað í nokkurn tíma eftir aðgerð, án þess að um teljandi blæðingu sé að ræða. Ef blæðing er veruleg úr sárinu leggið þá grisju eða bómullarrúllu yfir sárið og bítið saman. Leggist útaf eða setjist með þetta í 5-15 mín. Endurtakið ef þörf þykir. Hafið samband við tannlækninn ef blæðing stöðvast ekki.
- Þegar deyfing hverfur má vænta óþæginda eða eymsla í sárinu og nærliggjandi vefjum. Ráðlagt er að taka 1000 mg paracetamol (2 töflur paratabs) og 600mg ibufen áður en deyfing fer. Síðan má endurtaka þennan skammt allt að 3x á dag. Ef þú bólgnar mikið og líkamshiti hækkar eða ef verkur er mikill og lengur en 2 daga skal hafa samband við tannlækninn.
- Sýklalyf: Ef sýklalyfjum hefur verið ávísað er alltaf nauðsynlegt að klára allar töflurnar svo góður árangur náist. Gott er að neyta LGG+ eða AB – mjólkur til þess að verja eðlilega flóru meltingarvegarins. Acidophilus töflur virka líka vel. Taka skal 3 stk. að morgni og hvern dag sem sýklalyf er tekið og síðan eina með hverri sýklatöflu sem tekin er seinna um daginn.
- Eðlilegt er að fá verki. Ef verkir versna mikið 2-3 dögum eftir úrdrátt og því fylgir vond lykt úr sárinu þá gæti verið komin svo kölluð þurrholusýking eða „dry socket“. Það er algengur fylgikvilli tannúrdráttar sem kemur upp þegar blóðköggullinn sem á að fylla í sárið myndast ekki eða leysist upp. Sársaukinn kemur frá beinhimnubólgu í sárinu. Æskilegt er að hafa samband við tannlækninn ef þetta ástand kemur upp.
Sé ofangeindum reglum fylgt er sáragræðslan oftast eðlileg og eftirköst fá. Verkjaseyðingur getur þó varað allt að tveimur vikum.
Ef spurningar eða neyðartilfelli koma upp hafið þá samband við viðkomandi tannlækni. Utan opnunartíma má hringja í farsíma tannlæknisins.
Tannlæknaþjónustan.is Austurvegi 10, Selfossi
482-3333 mottaka@tannalfur.is
482-3333 mottaka@tannalfur.is
Tannlæknaþjónustan.is Austurvegi 10, Selfossi 482-3333 mottaka@tannalfur.is