Eftir meðferð

Leiðbeiningar eftir aðgerð – Ungabörn

Markmiðið að haftið grói og endurformist eins neðarlega og hægt er eftir aðgerð. Þess vegna er mikilvægt að teygja reglulega á tungu- og/eða varahafti barnsins fyrstu vikurnar eftir aðgerð.

Byrjið á teygjunum sama kvöld og aðgerðin er gerð og endurtakið þær 4-6 sinnum á dag í 3 vikur.

Best er að ekki líði meira en 6 klst á milli teygja að minnsta kosti fyrstu 2-3 dagana.

Best er að vera við höfuðlag barnsins, til dæmis á skiptiborði, rúmi eða sófa. Við mælum með að vera í hönskum eða að minnsta kosti með hreinar hendur og stuttar neglur. Þá er gott að vera með höfuðljós til að sjá betur í munn barnsins.

Æfingar fyrir ungabörn


Tunguhaft

Til að teygja á tunguhafti, lyftið tungunni upp og aftur með báðum vísifingrum. Þið ættuð að sjá hvítt demantslaga sár. Haldið teygjunni í um það bil 6-10 sekúndur. Það getur blætt örlítið fyrstu einn til tvo daga, það er eðlilegt.

Mestu máli skiptir að opna upp demantslaga sárið, bæði undir vör og undir tungu. Ef ykkur finnst sárið vera að stífna þarf að toga aðeins fastar til að opna það betur. Það getur blætt örlítið.

Athugið að sárið getur orðið gulleitt og glansandi, þetta er eðlileg græðsla á sári í munni. Ekki reyna að hreinsa það burt.


Varahaft

Til að teygja á varahafti, farið með báða vísifingur alla leið undir vörina og lyftið henni eins hátt og mögulegt er þannig að hún fari yfir nasir og þið sjáið demantslaga sárið. Það getur blætt örlítið fyrstu einn til tvo dagana, það er eðlilegt.

Eftir varahaftsaðgerð getur vörin bólgnað upp um kvöldið og næsta dag. Það er eðlilegt og lagast á einum til tveimur dögum.

Athugið að sárið getur orðið gulleitt og glansandi, þetta er eðlileg græðsla á sári í munni. Ekki reyna að hreinsa það burt.

Góð ráð

Milli teygja er gott að leika við munn barnsins til að minnka hættu á fælni. Kitlið varir og góm og leyfið barningu að sjúga fingur ykkar. Gætið þess að hendurnar ykkar séu hreinar og lausar við sápuleyfar eða handspritt.

Það er gott fyrir barnið að vera eins mikið á maganum og mögulegt er. Það hjálpar til við að teygja á vefjum í hálsi og styrkir höfuð og hálssvæði. Á síðunni tummytimemethod.com eru góð ráð varðandi þetta.

Við mælum með því að leita aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa eftir aðgerðina ef barnið er á brjósti, að minnsta kosti ef erfiðleikar eru enn til staðar.

Stundum lagast brjóstagjöfin strax eftir aðgerð en algengara er að hún lagist smám saman. Oft er ein betri gjöf fyrsta daginn, tvær þann næsta og svo framvegis.

Það er ráðlegt að hafa til taks verkjalyf fyrir barnið til að gefa fyrstu einn til tvo daga eftir aðgerðina ef þarf. Hægt er að fá paracetamol stíla og mixtúru. Einnig má gefa börnum sex mánaða og eldri sem eru átta kg eða þyngri íbúfen mixtúru. Ef barnið er óvært athugið vel skammtastærðir verkjalyfja og gefið barninu fullan skammt samkvæmt því.

Eftirskoðun fer fram viku eftir aðgerð og þá er skoðað hvort haftið sé að gróa eins og best er. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur getur þú haft samband við tannlækninn símleiðis. Utan opnunartíma má hafa samband á netfangið hallur(hjá)tannalfur.is eða petra(hjá)tannalfur.is.

Eftir meðferð

Eldri börn og fullorðnir

Leiðbeiningar eftir aðgerð – Eldri börn og fullorðnir

Markmiðið er að haftið grói og endurformist eins neðarlega og hægt er eftir aðgerð. Þess vegna er mikilvægt að gera regulegar æfingar til að teygja á tunguhaftinu fyrstu vikurnar eftir aðgerð.

Ef sárið er án sauma – byrjið æfingar daginn eftir aðgerð.

Ef sárið var saumað – byrjið æfingar 3-4 dögum eftir aðgerð.

Endurtakið æfingarnar 10-15 sinnum, 4-6 sinnum á dag fyrstu vikuna og að minnsta kosti þrisvar á dag næstu 20 daga.

Í tilfelli barna er gott að byrja á æfingunum nokkrum dögum fyrir aðgerðina svo að börnin upplifi þær án sársauka, sem getur fylgt æfingunum eftir aðgerð.


Æfingar fyrir fullorðna og stálpuð börn

1. æfing
Tunguhreyfingar

Opnið munninn vel, setjið tungu út og passið að hún komi ekki við tennur eða varir. Haldið kjálka stöðugum. Hreyfið tunguna rólega inn og út, upp og niður og til hliðanna.


2. æfing
Tunga á tannberg

Opnið munninn vel og lyftið tungu upp á bakvið framtennur efri góms. Tungan á ekki að snerta tennur. Haldið kjálka stöðugum, þ.e. ekki hreyfa hann með.


3. æfing
Smella í góm

„Sogið“ tunguna upp í góminn og tosið hana svo niður með smelli. Passið vel að tungan fletjist upp í gómin og að kjálkinn sé stöðugur.


4. æfing
Þrýsta tungu upp í góminn

Þrýstið tungunni upp í góminn eins og sogskál sbr. æfingu 3. Haldið tungunni uppi og opnið og lokið munninum til skiptis (kjálki færist upp og niður). Opnið munninn eins mikið og hægt er.


5. æfing
Sópa góminn

Staðsetjið tungu á tannbergið fyrir aftan framtennur efri góms og dragið hana eins langt aftur að mjúka gómnum og hægt er. Passið að halda tungu þétt að gómnum.


6. æfing
Færið tungu eftir innanverðum gómboga

Byrjið við aftasta jaxl vinstra megin og látið tunguna fylgja gómboganum að aftasta jaxli hægra megin.


7. æfing
Hreinsa tennur

Hafið munninn lokaðann og lítið bil á milli efri og neðri tanna. Rennið tungunni frá utanverðum jaxli uppi hægra megin og færið hana rólega að aftasta jaxli vinstra megin. Færið svo tunguna niður á jaxlinn vinstra megin niðri og færið í átt að jaxli hægra megin niðri. Gott að fara svo líka öfugan hring.


Æfingar fyrir yngri börn

Yngri börn eiga stundum í erfiðleikum með að gera æfingarnar hér að ofan. Þá er hægt að grípa til þessara æfinga sem ættu að vera flestum færar. Við mælum með að prófa sig áfram og sjá hvað hentar.

1. æfing
Hvetja tungu

Sleikja ís eða annað sem hvetur tunguna til hreyfinga.


2. æfing
Teygja á tungu

Sleikja ís eða annað sem hvetur tunguna til hreyfinga.

Share This