logo_about


Tannlæknaþjónustan.is er nýtt nafn á Tannlæknastofu Halls og Petru sem starfrækt hefur verið á Suðurlandi í yfir 20 ár.

Tannlæknaþjónustan.is starfrækir þrjár tannlæknastofur, á Selfossi, Hellu og í Reykjavík. Sex tannlæknar starfa hjá fyrirtækinu og býðst viðskiptavinum að leita eftir þjónustu þeirra á þeirri starfstöð sem hentar hverju sinni.

Tannlæknarnir færast á milli starfstöðvanna. Í gegnum samtengt tölvukerfi eru sjúkraskrár og röntgenmyndir til staðar á hverjum stað. Þetta bætir þjónustu og öryggi við meðferð sjúklinga. Allt starfsfólk stofunnar er þrautþjálfað og hefur flest langan starfsaldur að baki.

Við leggjum metnað í að ráða kraftmikið, vandvirkt og duglegt fólk til starfa. Tannlæknaþjónustan.is er vel tækjum búin og leggur mikið upp úr því að sótthreinsun og allur búnaður til nútíma tannlækninga sé fyrsta flokks.

Markmiðið með rekstrinum hefur frá upphafi verið að veita faglega, persónulega og góða þjónustu á sviði tannlækninga með umhyggju og vellíðan viðskiptavina að leiðarljósi.

Vertu í sambandi
Share This