Við erum tannlæknastofan þín

Tannlæknaþjónustan starfrækir þrjár tannlæknastofur, í Reykjavík, á Selfossi og á Hellu. Við bjóðum upp á almenna tannlæknaþjónustu fyrir fólk á öllum aldri. Við erum tæknilega framsækin og kappkostum að veita hlýlega og faglega þjónustu. Gæði, gleði og öryggi eru okkar einkunnarorð. Flettu neðar til að kynnast okkur betur.

Sagan okkar

Starfssemi Tannlæknaþjónustunnar má rekja aftur til ársins 1990 þegar fyrsta stofan var stofnuð á Selfossi. Tveimur árum síðar bættist stofan á Hellu við og árið 2013 hófst starfssemi í Reykjavík.  Markmið okkar hefur frá byrjun verið að veita hlýlega og góða þjónustu á sviði tannlækninga fyrir viðskiptavini á öllum aldri. 

Þjónusta á þremur stöðum

Fyrir marga er það stór kostur að geta þegið þjónustu á fleiri en einum stað og sem passar mismunandi skeiðum lífsins og búsetuferli. Stofurnar eru samtengdar með öflugu tölvukerfi svo auðvelt er að þiggja meðferð á fleiri en einni stofu, jafnvel hjá sama tannlækni. 

Einkunnarorðin okkar

Við vinnum eftir einkunnarorðunum Gæði- Gleði- Öryggi. Í því felst að við viljum að þér líði vel að koma til okkar, að þú sért í öruggum höndum og fáir hágæða tannlæknaþjónustu. Okkur finnst gaman í vinnunni og það er metnaður okkar að viðskiptavinir fari ánægðir út í hvert sinn.

Liðið okkar

Hjá okkur starfar öflugur hópur vel menntaðra og þjálfaðra tannlækna sem vinna af alúð og áhuga að því að bæta og viðhalda tannheilsu þinni. Kynntu þér andlitin á bakvið nöfnin.

Gestur Már Sigurbjörnsson

Cand. Odont. – Háskóli Íslands, 2001

Tannlæknir

gestur@tannalfur.is698 6811

Gestur hóf störf hjá Tannlæknaþjónustunni  árið 2021 eftir að hafa starfað í Danmörku í nokkur ár. Hann hefur víðtæka reynslu í almennri tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna. Hann sinnir einnig skurðlækningum svo sem endajaxlaaðgerðum og ísetningu tannplanta auk smíði fastra og lausra tanngerva. Gestur stundar virka endurmenntun og hefur sótt fjölda námskeiða bæði innan og utanlands.

Matthías Sigurðarson

Cand. Odont. – Háskóli Íslands, 1997

Tannlæknir

matti@tannalfur.is894 9585

Matti rak eigin stofu í Reykjavík frá útskrift auk þess að starfa fyrir Tannlæknaþjónustuna á Selfossi. Hann sameinaði eigin rekstur Tannlæknaþjónustunni 2024. Matti hefur víðtæka reynslu í almennri tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna. Hann sinnir einnig skurðlækningum svo sem endajaxlaaðgerðum og ísetningu tannplanta auk smíði fastra og lausra tanngerva. Hann hefur sótt fjölda námskeiða bæði innan og utanlands. Matti hefur setið í stjórn Tannlæknafélags Íslands um árabil, lengst af sem gjaldkeri.

Marie Lenz

DDS – Universitätsmedizin UMG Göttingen, 2020

Tannlæknir

marie@tannalfur.is785 9801

Marie hóf störf hjá Tannlæknaþjónustunni árið 2023 eftir að hafa starfað tvö ár í Þýskalandi eftir útskrift. Hún sinnir öllum almennum tannlækningum auk smíði fastra og lausra tanngerva. Hún hefur gott lag á að sinna tannlæknahræddum einstaklingum. Móðurmál Marie er þýska en hún talar mjög góða íslensku. Marie stundar virka endurmenntun og hefur sótt fjölda námskeiða bæði innan og utanlands.

Hallur Halldórsson

Cand. Odont. – Háskóli Íslands, 1990

Tannlæknir

hallur@tannalfur.is692 3333

Hallur er annar stofnenda Tannlæknaþjónustunnar og hefur starfað þar frá útskrift. Auk þess sinnti hann tannlæknaþjónustu á Djúpavogi og Breiðdalsvík um langt árabil. Hann hefur víðtæka reynslu í almennri tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna. Hann sinnir einnig skurðlækningum svo sem endajaxlaaðgerðum og ísetningu tannplanta auk smíði fastra og lausra tanngerva. Hallur hefur sótt fjölda námskeiða bæði innan og utanlands, þar á meðal fjölda námskeiða um hreyfiskerðingar í munni og framkvæmir tunguhaftsaðgerðir hjá börnum og fullorðnum. Hann hefur einnig sinnt aðstoðarkennslu í skurðlækningum við Tannlæknadeild HÍ. Hallur hefur sinnt nefndarstörfum fyrir Tannlæknafélag Íslands og sat meðal annars í sáttanefnd um tíma.

Andri Hrafn Hallsson

Cand. Odont. – Háskóli Íslands, 2019

Tannlæknir

andri@tannalfur.is822 1420

Andri hefur starfað hjá Tannlæknaþjónustunni frá útskrift og er meðeigandi. Hann hefur víðtæka reynslu í almennri tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna. Hann sinnir einnig skurðlækningum svo sem flóknum endajaxlaaðgerðum og ísetningu tannplanta auk smíði fastra og lausra tanngerva. Andri stundar mastersnám í skurðlækningum sem varða tannplanta og mjúkvefi við Goethe Universität í Frankfurt, Þýskalandi. 

Petra Sigurðardóttir

Cand. Odont. -Karolinska Institutet, 1992

Tannlæknir

petra@tannalfur.is898 9111

Petra er annar stofnenda Tannlæknaþjónustunnar og hefur starfað þar frá útskrift að undanskildu einu ári í Svíþjóð. Hún hefur langa reynslu í almennum tannlækningum fyrir fólk á öllum aldri. Hún sinnir auk þess smíði fastra og lausra tanngerva. Hún stundar virka endurmenntun og hefur sótt fjölda námskeiða heima og erlendis. Petra sat í nefndum á vegum Tannlæknafélagsins um langt árabil og var varaformaður þess í eitt ár.

Bryndís Gígja Gunnarsdóttir

Cand. Odont. – Háskóli Íslands, 2019

Tannlæknir

bryndis@tannalfur.is690 6741

Bryndís Gígja starfaði eitt ár í Reykjavík áður en hún kom til liðs við Tannlæknaþjónustuna á Selfossi. Bryndís hefur víðtæka reynslu í almennri tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna auk þess sem hún sinnir smíði fastra og lausra tanngerva. Hún stundar virka endurmenntun og hefur sótt fjölda námskeiða.

Sigurjón Sveinsson

Cand. Odont. – Háskóli Íslands, 2007

Tannlæknir

sigurjon@tannalfur.is822 7966

Sigurjón hefur starfað hjá Tannlæknaþjónustunni frá 2008 og er meðeigandi. Hann hefur mikla reynslu af öllum hliðum tannlækninga og tekur á móti viðskiptavinum á öllum aldri. Hann sinnir skurðlækningum, svo sem flóknum endajaxlaaðgerðum og tannplantaísetningum. Hann smíðar einnig föst og laus tanngervi  og hefur sérstakan áhuga á útlitstannlækningum svo sem skelkrónum og plastuppbyggingum til að bæta útlit tanna og brosins í heild.

Einkunnarorð okkar

Gæði

Hjá Tannlæknaþjónustunni eru gæði í fyrirrúmi. Við þjónustum þig með nýjustu tækni í tannlækningum, hágæða efnum og mikilli fagmennsku. Hjá okkur starfa tannlæknar með langa reynslu af faginu ásamt yngri tannlæknum sem hafa tryggan stuðning af hinum reynslumeiri. Við leggjum áherslu á  virka endurmenntun tannlækna og starfsmanna. Við notum einungis viðurkenndar aðferðir og efni sem valin eru af kostgæfni. Við erum með tæki af bestu gerð og bjóðum upp á stafrænar tannlækningar með Trios5 þrívíddarskanna. Við kynnum okkur vel þínar þarfir og lögum meðferðina að því sem hentar hverjum og einum. Okkar markmið er heilbrigði, góð virkni og fallegt útlit fyrir alla.

Gleði

Við elskum vinnuna okkar og okkur þykir vænt um hvort annað og viðskiptavini okkar. Á yfir 30 ára ferli Tannlæknaþjónustunnar hefur gleði verið okkar einkunnarorð. Það skilar sér í ánægðum viðskiptavinum og starfsfólki sem líður vel í vinnunni. Við trúum því að jákvæð upplifun skipti sköpum fyrir vellíðan viðskiptavina okkar. Með hlýlegu viðmóti, vingjarnlegri þjónustu og afslöppuðu umhverfi leggjum við okkur fram um að skapa notalega og ánægjulega heimsókn. Við höfum ástríðu fyrir því að láta fólk brosa, ekki einungis vegna árangursins, heldur einnig vegna upplifuninnar. Gleði og ánægja viðskiptavina okkar er það sem hvetur okkur til þess að veita bestu mögulegu tannlæknaþjónustu á hverjum degi.

Öryggi

Öryggi þitt og vellíðan er okkar markmið og við leggjum okkur öll fram um að þér líði vel að koma til tannlæknis. Við bjóðum upp á nútíma tannlækningar í rólegu og tryggu umhverfi. Hjá okkur starfar reynslumikið starfsfólk og við leitumst við að laga okkur að þínum þörfum og aðstæðum. Hjá okkur ríkir trúnaður og þagmælska. Við leggjum mikla áherslu á hreinlæti og gott skipulag. Við bókum alla viðskiptavini okkar í reglulegt eftirlit og fylgjum þeim vel eftir. Þú ert í góðum höndum hjá okkur.

Hvers vegna að velja okkur?

Ef þú ert að leita að tannlæknastofu þar sem hlýlega er tekið á móti þér, þér líður vel í öruggu umhverfi og færð hágæða tannlæknaþjónustu þá er Tannlæknaþjónustan rétta stofan fyrir þig. Þín ánægja er okkar markmið. Hjá Tannlæknaþjónustunni einblínum við á lausnina fremur en vandamálin. Hjá okkur starfa vel menntaðir tannlæknar sem stunda virka endurmenntun. Þú getur verið viss um að hjá okkur ert þú í góðum höndum.