Mother and son brushing teeth

Leiðbeiningar eftir meðferð

Til að tryggja árangur meðferðar er mjög mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum tannlæknis. Við bjóðum upp á nákvæmar skriflegar leiðbeiningar eftir þær meðferðir sem þess krefjast. Hér fyrir neðan finnur þú link á allar leiðbeiningar sem við afhendum eftir meðferðir hjá okkur. Ef þú ert með spurningar eða ef neyðartilfelli kemur upp hafðu þá samband við stofuna. Utan opnunartíma má hringja í farsíma tannlæknis.

Æfingar fyrir stífa kjálka

Leiðbeiningar vegna tanndráttar

Leiðbeiningar eftir tannplantaðgerð

Leiðbeiningar eftir tannhvíttun á stofu

Leiðbeiningar fyrir tannhvíttun með skinnum

Þanplata

Fréttir

Langar þig að fræðast meira um tannlækningar eða munnheilsu almennt? Hér finnur þú blöndu af reynslusögum sjúklinga, fræðandi greinum og gagnlegum upplýsingum. Góðan lestur!

Munnþurrkur

Munnþurrkur (xerostomia) er ástand þar sem munnvatnsframleiðsla er af einhverjum orsökum minni en hún á að vera og í alvarlegum tilfellum, engin. Einn af hverjum fimm fullorðnum þjást af munnþurrki af mismunandi ástæðum.

20.8.2025
Lesa meira

Ungmennaafsláttur

Þegar ungmenni ná 18 ára aldri breytist margt, meðal annars það að þau þurfa sjálf að standa straum af kostnaði við tannlækningar. Á þessum aldri getur verið freistandi að verja peningunum í aðra hluti sem virðast skemmtilegri en reglulegt eftirlit hjá tannlækni.

8.8.2025
Lesa meira

Orkudrykkir og tannheilsa

Orkudrykkir hafa orðið mjög vinsælir, sérstaklega meðal ungs fólks. Þessir drykkir innihalda sýru, eins og sítrónusýru og fosfórsýru, sem lækka sýrustig í munni og valda glerungseyðingu. Þetta gerir tennur þynnri, mattari og viðkvæmari fyrir skemmdum og næmi. Unglingar með nýlega fullorðinstennur eru sérstaklega viðkvæmir. Til að vernda tennurnar er best að drekka orkudrykki hratt, forðast að súpa þeim lengi, ekki bursta tennurnar strax eftir drykkju og skola með vatni eða borða ost til að jafna sýrustigið.

1.8.2025
Lesa meira

Nikótínpúðar- eru þeir svo slæmir?

Þú finnur þörfina grípa þig, tekur fram litlu öskjuna og setur púðann undir vörina.  Nikótín streymir fljótt út í blóðrásina.  Þú upplifir róandi tilfinningu þegar fíkninni er fullnægt en í líkamanum fer af stað röð viðbragða sem flest eru langt frá því róandi.

1.6.2025
Lesa meira