Endurgreiðslur sjúkratrygginga vegna tannlækninga

Sep 1, 2025

Hvernig er endurgreiðslum sjúkratrygginga háttað þegar kemur að tannlækningum?

Endurgreiðslur sjúkratrygginga vegna tannlækninga hafa aukist á undanförnum árum með tilkomu samninga við Tannlæknafélag Íslands.

Tannlækningar barna eru nánast þeim að kostnaðarlausu og aldraðir og öryrkjar fá stóran hluta almennra tannlækninga endurgreiddan frá Sjúkratryggingum.

Öll endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum fer fram með rafrænum hætti strax á stofunni hjá okkur.  Þú þarft því ekki að reiða fram alla upphæðina heldur einungis greiða þann hluta sem fellur á þig.

Ef þú hins vegar átt rétt á endurgreiðslu frá almennu tryggingafélagi, til dæmis vegna slyss, greiðir þú alla upphæðina á stofunni hjá okkur og sækir síðan endurgreiðslu til tryggingfélagins.

Megin reglur Sjúkratrygginga um endurgreiðslur vegna tannlækninga eru:

Börn 0-18 ára.  Allar almennar tannlækningar eru endurgreiddar að fullu.  Greitt er komugjald, 3500 kr. á 12 mánaða fresti.  Þegar barn kemur til tannlæknis og meira en 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu heimsókn lætur tölvukerfið okkur vita og komugjaldið er innheimt. 

Ef framkvæma þarf meðferð sem krefst umsóknar til Sjúkratrygginga eða ef fyrirhuguð meðferð fellur ekki undir endurgreiðslureglur látum við foreldra ávallt vita.

Fullorðnir 18-67 ára:  Greiða tannlækningar að fullu sjálfir samkvæmt gjaldskrá tannlæknastofunnar

Endajaxlar.  Endajaxlaaðgerðir þarfnast alltaf umsóknar til að fá fulla endurgreiðslu og veitist hún aðeins í undantekningartilfellum og aðeins þeim sem eru yngri en 18 ára.   Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við að fjarlægja innilokaða endajaxla hjá börnum og fullorðnum eldri en 18 ára.  Upphæð styrksins miðast við gjaldlið venjulegs úrdráttar sem nú er rúmar 35 þúsund krónur.  Sjúklingur borgar mismuninn sjálfur.

Fullorðnir eldri en 67 ára og örykjar.  Tannlæknafélag Íslands og Sjúkratryggingar hafa gert með sér samning um fasta gjaldskrá sem gildir fyrir börn 0-18 ára og fullorðna eldri en 67 ára ásamt öryrkjum sem þiggja lífeyri frá Sjúkratryggingum.  Endurgreiðslan nemur 75% og gildir fyrir allar almennar tannlækningar ásamt smíði lausra tanngerva. Ef smíða á föst tanngervi, svo sem   krónur eða brýr, eða setja tannplanta er greiddur styrkur sem nemur nú um 145.000 krónum á 12 mánaða fresti.  

Umsóknir:  Mögulegt er að sækja um meðferðir sem þarf að gera vegna meðfæddra galla, alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slýsa eða sjúkdóma og nemur þá endurgreiðslan 80% af föstum taxta Sjúkratrygginga.  

Nánari upplýsingar um endurgreiðslur vegna tannlækninga er að finna á sjukra.is

Fréttir, ráð og fróðleikur

Langar þig að fræðast meira um tannlækningar eða munnheilsu almennt? Hér finnur þú blöndu af reynslusögum sjúklinga, fræðandi greinum og gagnlegum upplýsingum. Góða lestur!

Illustration of dry mouth.

Munnþurrkur

Munnþurrkur (xerostomia) er ástand þar sem munnvatnsframleiðsla er af einhverjum orsökum minni en hún á að vera og í alvarlegum tilfellum, engin. Einn af hverjum fimm fullorðnum þjást af munnþurrki af mismunandi ástæðum.

8/20/2025
young girl smiling

Ungmennaafsláttur

Þegar ungmenni ná 18 ára aldri breytist margt, meðal annars það að þau þurfa sjálf að standa straum af kostnaði við tannlækningar. Á þessum aldri getur verið freistandi að verja peningunum í aðra hluti sem virðast skemmtilegri en reglulegt eftirlit hjá tannlækni.

8/8/2025
energy drink

Orkudrykkir og tannheilsa

Orkudrykkir hafa orðið mjög vinsælir, sérstaklega meðal ungs fólks. Þessir drykkir innihalda sýru, eins og sítrónusýru og fosfórsýru, sem lækka sýrustig í munni og valda glerungseyðingu. Þetta gerir tennur þynnri, mattari og viðkvæmari fyrir skemmdum og næmi. Unglingar með nýlega fullorðinstennur eru sérstaklega viðkvæmir. Til að vernda tennurnar er best að drekka orkudrykki hratt, forðast að súpa þeim lengi, ekki bursta tennurnar strax eftir drykkju og skola með vatni eða borða ost til að jafna sýrustigið.

8/1/2025
hand holding nicotin pouches

Nikótínpúðar- eru þeir svo slæmir?

Þú finnur þörfina grípa þig, tekur fram litlu öskjuna og setur púðann undir vörina.  Nikótín streymir fljótt út í blóðrásina.  Þú upplifir róandi tilfinningu þegar fíkninni er fullnægt en í líkamanum fer af stað röð viðbragða sem flest eru langt frá því róandi.

6/1/2025