Endurgreiðslur sjúkratrygginga vegna tannlækninga
Sep 1, 2025

Hvernig er endurgreiðslum sjúkratrygginga háttað þegar kemur að tannlækningum?
Endurgreiðslur sjúkratrygginga vegna tannlækninga hafa aukist á undanförnum árum með tilkomu samninga við Tannlæknafélag Íslands.
Tannlækningar barna eru nánast þeim að kostnaðarlausu og aldraðir og öryrkjar fá stóran hluta almennra tannlækninga endurgreiddan frá Sjúkratryggingum.
Öll endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum fer fram með rafrænum hætti strax á stofunni hjá okkur. Þú þarft því ekki að reiða fram alla upphæðina heldur einungis greiða þann hluta sem fellur á þig.
Ef þú hins vegar átt rétt á endurgreiðslu frá almennu tryggingafélagi, til dæmis vegna slyss, greiðir þú alla upphæðina á stofunni hjá okkur og sækir síðan endurgreiðslu til tryggingfélagins.
Megin reglur Sjúkratrygginga um endurgreiðslur vegna tannlækninga eru:
Börn 0-18 ára. Allar almennar tannlækningar eru endurgreiddar að fullu. Greitt er komugjald, 3500 kr. á 12 mánaða fresti. Þegar barn kemur til tannlæknis og meira en 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu heimsókn lætur tölvukerfið okkur vita og komugjaldið er innheimt.
Ef framkvæma þarf meðferð sem krefst umsóknar til Sjúkratrygginga eða ef fyrirhuguð meðferð fellur ekki undir endurgreiðslureglur látum við foreldra ávallt vita.
Fullorðnir 18-67 ára: Greiða tannlækningar að fullu sjálfir samkvæmt gjaldskrá tannlæknastofunnar
Endajaxlar. Endajaxlaaðgerðir þarfnast alltaf umsóknar til að fá fulla endurgreiðslu og veitist hún aðeins í undantekningartilfellum og aðeins þeim sem eru yngri en 18 ára. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við að fjarlægja innilokaða endajaxla hjá börnum og fullorðnum eldri en 18 ára. Upphæð styrksins miðast við gjaldlið venjulegs úrdráttar sem nú er rúmar 35 þúsund krónur. Sjúklingur borgar mismuninn sjálfur.
Fullorðnir eldri en 67 ára og örykjar. Tannlæknafélag Íslands og Sjúkratryggingar hafa gert með sér samning um fasta gjaldskrá sem gildir fyrir börn 0-18 ára og fullorðna eldri en 67 ára ásamt öryrkjum sem þiggja lífeyri frá Sjúkratryggingum. Endurgreiðslan nemur 75% og gildir fyrir allar almennar tannlækningar ásamt smíði lausra tanngerva. Ef smíða á föst tanngervi, svo sem krónur eða brýr, eða setja tannplanta er greiddur styrkur sem nemur nú um 145.000 krónum á 12 mánaða fresti.
Umsóknir: Mögulegt er að sækja um meðferðir sem þarf að gera vegna meðfæddra galla, alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slýsa eða sjúkdóma og nemur þá endurgreiðslan 80% af föstum taxta Sjúkratrygginga.
Nánari upplýsingar um endurgreiðslur vegna tannlækninga er að finna á sjukra.is